Sport

Blackburn loks af botninum

Blackburn vann verðskuldaðan 0-2 útisigur gegn Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta rétt í þessu og lyfti sér af botni deildarinnar upp í 15. sætið. Paul Gallagher skoraði fyrra markið á 10. mínútu fyrir Blackburn en Paul Dickov tryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 76. mínútu en þá missti  Fulham Zat Knight af velli með rauða spjaldið fyrir að handleika boltann inni í vítateig. Sex leikir eru á dagskrá í deildinni síðar í dag. Hæst ber að nefna Íslendingaslaginn í Dalnum þegar Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í toppliði Chelsea en leikurinn verður í beinni útsendingu á Skjá einum kl. 15.00. Stórleikur helgarinnar fer fram á Anfield á morgun sunnudag þegar Liverpool tekur á móti Arsenal. Leikir dagsins. Fulham v Blackburn, 12:45Birmingham v Norwich, 15:00Bolton v Portsmouth, 15:00Charlton v Chelsea, 15:00Southampton v Crystal Palace, 15:00West Brom v Man Utd, 15:00Man City v Aston Villa, 17:15 SunnudagurNewcastle v Everton, 14:00Tottenham v Middlesbrough, 15:00Liverpool v Arsenal, 16:05



Fleiri fréttir

Sjá meira


×