Sport

Redondo leggur skóna á hilluna

Argentínumaðurinn Fernando Redondo hefur ákveðið að hætta í fótboltanum.  Redondo er 35 ára og var ein helsta hetjan hjá Real Madríd seint á 10. áratug síðustu aldar en var seldur til AC Milan fyrir 4 árum.  Redondo meiddist á hné skömmu síðar og spilaði ekki með AC Milan fyrr en tveimur árum eftir að hann gekk til liðs við félagið.  Argentínumaðurinn kom aðeins við sögu í 8 deildarleikjum með Milanóliðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×