Fleiri fréttir

Ragnheiður þríbrotnaði á fæti

Ragnheiður Ragnarsdóttir, landsliðskona í sundi, fótbrotnaði í gærmorgun og kemst ekki á Evrópumótið í Vínarborg í byrjun desember. Ragnheiður datt á svelli á bílastæðinu fyrir framan Fjölbrautaskólann í Garðabæ í gærmorgun. Hún lenti illa á vinstri ökkla, sneri sig á fæti og þríbrotnaði.

Tveggja marka tap gegn Litháen

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Litháen með tveggja marka mun 29-27 í undankeppni heimsmeistaramótsins í Póllandi í gær. Stúlkurnar gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum. Hrafnhildur og Dagný Skúladætur voru markahæstar og skoruðu sex mörk hvor. Næsti leikur liðsins er gegn Makedóníu á morgun.

Snæfell rauf launaþakið

Eftirlitsnefnd úrvalsdeildar úrskurðaði í gær að körfuknattleikslið Snæfells hafi gerst brotlegt við „Reglugerð um þátttöku félaga í úrvalsdeild karla og bikarkeppni“ hvað varðar launaþak. Þar sem um fyrsta brot er að ræða er körfuknattleiksdeild Snæfells sektuð um 100 þúsund kónur en engin stig verða tekin af liðinu.

Grindavík skellti Njarðvík

Grindavík skellti Njarðvík 77-63 í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Haukar og Keflavík mætast klukkan 18 í kvöld á Ásvölllum.

Fimm leikir í Intersport-deildinni

Fimm leikir eru í Intersport-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hamar/Selfoss mætir Keflavík, Skallagrímur og Tindastóll mætast, KR tekur á móti KFÍ, Njarðvík fær Fjölni í heimsókn og Snæfell og ÍR etja kappi saman. Leikirnir hefjast klukkan 19.15 og verða gerð skil í Olíssporti á Sýn í kvöld klukkan tíu.

Fór hringinn á 59 höggum

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson skráði sig í sögubækurnar þegar hann lék á 59 höggum, þrettán höggum undir pari, á síðari hring á móti sigurvegara í risamótunum í golfi á Hawaii í gærkvöld. Aðeins þrír kylfingar höfðu afrekað þetta áður í Bandaríkjunum: Al Geiberger árið 1977, Chip Beck 1991 og David Duval 1999.

Leeds og Watford skildu jöfn

Leeds og Watford gerðu 2-2 jafntefli á Elland Road í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson léku allan tímann með Watford sem er í tíunda sæti með 28 stig. Leeds er í 15. sæti með 25 stig.

Meistarar Detroit töpuðu aftur

Níu leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Toronto vann New York, Philadelphia lagði Boston, Portland vann Orlando, Cleveland skellti meisturum Detroit, Miami vann Atlanta, Seattle vann Memphis, San Antonio skellti Dallas, Chicago marði sigur á Utah og Phoenix vann Milwaukee.

James sendi Brown tóninn

LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, fór mikinn gegn Detroit Pistons í fyrrakvöld.

Loksins vann Bulls

Eftir að hafa tapað fyrstu níu leikjunum í deildinni vann gamla stórveldið Chicago Bulls sinn fyrsta sigur í vetur.

5 leikir í Intersport deildinni

Nú er hafin heil umferð í Intersportdeild karla í körfubolta en 5 leikir hófust nú kl. 19.15. Topplið Njarðvíkur tekur á móti Fjölni, Íslandsmeistarar Keflavíkur eru í heimsókn í Hveragerði þar sem þeir mæta Hamri/Selfossi, Skallagrímur-Tindastóll mætast í Borgarnesi, KR tekur á móti botnliði KFÍ og Snæfelli taka á móti ÍR.

Enn einn í bann vegna kókaínneyslu

Enn einn knattspyrnumaðurinn hefur nú hefur nú hlotið refsingu vegna kókaínneyslu en í dag var það 29 ára gamall ítalskur fyrrverandi landsliðsmaður sem mætti örlögum sínum. Jonathan Bachini, miðjumaður Brescia og fyrrverandi leikmaður Udinese, Juventus og Parma féll á lyfjaprófi eftir leik Brescia og Lazio þann 22. september sl.

Fullt hús hjá Keflavíkurstúlkum

Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta, Keflavík hélt áfram órofinni sigurgöngu sinni í 1. deild í kvöld með stórsigri á nýliðum Hauka, 63-97. Birna I Valgarðsdóttir var stigahæst Keflvíkinga með 25 stig og næst kom Reshea Bristol með 22 stig.

Karfa - Íslandsmeistararnir lágu

Njarðvík heldur enn 2 stiga forskoti á toppi Intersport deildar karla í körfubolta en 5 leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Njarðvík sigraði Fjölni 98-88, Íslandsmeistarar Keflavíkur lágu 92-86 fyrir Hamar/Selfoss, KR vann Ísfirðinga, 92-67 í Vesturbænum, Skallagrímur valtaði yfir Tindastól, 105-72 og Snæfell vann ÍR, 104-88 í Hólminum.

UEFA Cup - Lauflétt hjá Newcastle

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld en keppnin fer nú í fyrsta sinn fram með riðlafyrirkomulagi. Ísland átti fulltrúa í sviðsljósinu í kvöld en Kristinn Jakobsson var dómari í leik Basel og skoska liðsins Hearts sem fram fór í Sviss og Skotarnir unnu 1-2. Newcastle fór létt með Sochaux í Frakklandi, 0-4.

Leikmaður Timberwolves handtekinn

Það er skammt stórra högga á milli utan vallar í NBA-körfuboltanum því Michael Olowokandi, leikmaður Minnesota Timberwolves, var handtekinn í nótt á næturklúbbi í Indianapolis.

Jafntefli við Slóvaka

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gerði í gær jafntefli við Slóvaka 26-26 í undankeppni heimsmeistaramótsins. Leikið var í Póllandi en mótherjar Íslendinga í dag verða Litháar. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst gegn Slóvökum, skoraði níu mörk, en Kristín Guðmundsdóttir kom næst með sex.

Leeds vill ekki bíða til áramóta

Knattspyrnufélagið Leeds United sættir sig ekki við að Gylfi Einarsson þurfi að bíða til 1. janúar til þess að mega spila með félaginu í ensku 1. deildinni. Gylfi skrifaði undir samning við Leeds fyrr í þessum mánuði en samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnusambandsins geta leikmenn ekki skipt um félag frá ágúst og fram í janúar.

Meistarar Detroit töpuðu

Tíu leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Miami og Minnesota töpuðu leikjum sínum á heimavelli, Miami með tólf stigum fyrir Portland og Minnesota með ellefu stigum fyrir Seattle. Óvænt úrslit urðu þegar Charlotte Bobcats sigraði meistarana í Detroit Pistons 91-89.

Knattspyrnustjóri falur á Netinu

Stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Southampton greip til þess ráðs að bjóða knattspyrnustjóra sinn, Steve Wigley, til sölu á Netinu. Wigley hefur aðeins fagnað einum sigri í úrvalsdeildinni í tólf leikjum og á vefsíðu eBay er knattspyrnustjórinn sagður hinn vænsti maður, notaður en brúklegur.

Fjör í kringum Carmelo Anthony

Þrír menn voru handteknir í fyrradag eftir að hafa reynt að kúga fé út úr Carmelo Anthony, framherja Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum.

Benitez kennir dómara um tap

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, kenndi danska dómaranum Claus Bo Larsen um tapið gegn Mónakó í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

El Loco uppvís að kókaínneyslu

Fyrrum landsliðsmarkvörður Kólumbíu, Rene Higuita, varð í tvígang uppvís að kókaínneyslu og í kjölfarið rekinn frá félagi sínu, Aucus í Ekvador.

Real Madrid í vondum málum

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, bíður nú eftir skýrslu um leik Real Madrid gegn Bayer Leverkusen þar sem áhangendur Madrídarliðsins eiga að hafa hrópað ókvæðisorð að Roque Junior, leikmanni Leverkusen.

Saklaus af morðákæru

Dómstóll í Compton í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu að einn af mönnunum tveimur sem sakaðir eru um að hafa myrt Yetunde Price, hálfsystur Venus og Serenu Williams, væri saklaus.

Bestir þegar mest á reynir

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur átt mjög gott tímabil með Keflvíkingum og hefur reynst liði sínu drjúgur í Bikarkeppni Evrópu. Í Evrópuleikjunum fjórum hefur Magnús skorað 18 stig, tekið 4,25 stig og gefið 4,25 stoðsendingar að meðaltali í leik. Blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Magnúsar þar sem hann var staddur í London á heimleið eftir fyrsta útisigur Keflavíkurliðsins í Evrópukeppni.

Á leið í Laugardal

Knattspyrnulið Vals mun ekki leika að Hlíðarenda næstu tvö árin. Miklar framkvæmdir eiga sér stað á Valssvæðinu þessa dagana sem gera það að verkum að ómögulegt verður að leika þar knattspyrnu. Þess í stað mun karlalið félagsins leika á Laugardalsvelli. Ekki er enn ljóst hvar kvennalið félagsins leikur en það verður ekki á þjóðarleikvanginum.

Tap gegn Litháen

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í dag gegn Litháen 29-27 í undankeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, en leikið var í Póllandi. Dagný og Hrafnhildur Skúladætur skoruðu fimm mörk hvor og Drífa Skúladóttir 4. Í markinu varði Helga Torfadóttir 14 skot. Næsti leikur liðsins er á föstudaginn, en þá spila stelpurnar við Makedóníu.

Larsen segir dóminn réttan

Danski dómarinn Claus Bo Larsen, sem dæmdi leik Monaco og Liverpool í Meistaradeildinni í gær, hefur komið mörgum á ávart með því að segjast hafa gert rétt með því að dæma markið sem Javier Saviola skoraði, ekki af. Leikmenn Liverpool mótmæltu harðlega og í endursýningu sést að Saviola leggur boltan greinilega fyrir sig með hendinni, en Larsen var ekki á sama máli.

Redknapp hættur hjá Portsmouth

Harry Redknapp sagði í dag upp sem knattspyrnustjóri Portsmouth. Hann tók það þó fram að ákvörðunin kæmi alfarið frá honum og að ekkert hefði verið þrýst á hann. Hinn 57-ára Redknapp viðurkenndi þó að hann væri ekki alveg hættur í boltanum.

Porto vann í Moskvu

Einum leik er lokið í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Benni McCarthy skoraði eina markið er Porto sigraði CSKA Moskvu. Með sigrinum er Porto komið í annað sætið í riðlinum, stigi meira en CSKA Moskva og PSG, en PSG spilar einmitt gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld.

Hálfleikstölur úr Meistaradeildinn

Það er kominn hálfleikur í leikina sjö sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Í E-riðli er staðan 1-1 í leik PSV og Arsenal. Andre Ooijer kom Hollendingunum yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu á 8. mínútu, en franski snillingurinn Thierry Henry jafnaði á þeirri 31. Í hinum leiknum í riðlinum er Panathinaikos yfir gegn Rosenborg í Noregi 1-0. Það var Michalis Konstantinou sem skoraði markið.

Grótta/KR í undanúrslit

Grótta/KR tryggði sér sæti í undanúrslitum SS-bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld er þeir sigruðu Þór A. 27-26 á Seltjarnarnesi í kvöld. Kristinn Björgúlfsson var atkvæðamestur í liði Gróttu/KR með 10 mörk en hjá Þórsurum skoraði Árni Þór Sigtryggson 8. Nú stendur yfir leikur Hauka og HK-B, en sá leikur hófst ekki fyrr en klukkan 20:00

Úrslit úr Meistaradeildinni

Þá er öllum leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu lokið. Í E-riðli tryggði PSV sig áfram í 16-liða úrslitin með 1-1 jafntefli við Arsenal. Andre Ooijer kom Hollendingunum yfir á 8. mínútu en Thierry Henry jafnaði á þeirri 31. og þar við sat. Lauren og Patrick Vieira fengu báðir rautt spjald hjá Arsenal í kvöld.

Keflvíkingar einir án þjálfara

Keflvík er eina liðið í Landbankadeild karla í knattspyrnu sem enn hefur ekki ráðið þjálfara. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa Keflvíkinga verið í sambandi við Guðjón Þórarson að undanförnu. Guðjón kemur til landsins um helgina og fer yfir málin með Keflvíkingum en þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum

Feyenoord vilja Emil

Hollenska liðið Feyenoord hefur óskað eftir viðræðum við Íslandsmeistara FH-inga um hugsanleg kaup á Emil Hallfreðssyni. Emil var til reynslu hjá Feyenoord í síðustu viku og æfði með aðalliðinu og skoraði með í leik með varaliðinu sem var sérstakega settur á til þess að skoða Emil. Fleiri lið hafa hins vegar sýnt honum áhuga, þar á meðal Tottenham.

Hættir Larson?

Svíinn Henrik Larsson hjá Barcelona segist íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Larsson meiddist á hné gegn Real Madrid um helgina og talið að krossband hafi skaddast og verður Larsson frá í hálft ár amk. Börsungar brugðust við þeim fréttum í morgun með því að framlengja samning Larsson um eitt ár.

Artest sér eftir öllu saman

Ron Artest, leikmaður Indiana Pacers, sem fékk dæmdur í leikbann út þessa leiktíð eftir sinn hlut í slagsmálunum gegn Detroit sl. föstudag, segir í viðtali við People magazine í dag að hann sjái eftir því að hafa rokið upp í stúku og og ráðist þar á stuðningsmann Detroit. "Ég vil að fólk viti hversu mikil virði stuðningsmenn eru. 99,9 prósent af þeim eru frábærir og 0,1 prósent eru hálfvitar," sagði Artest. 

John Stockton heiðraður

<font face="Helv">  Íbúar í Salt Lake City fjölmenntu á heimavöll Utah Jazz á mánudagskvöldið til að heiðra John Stockton, sem átti glæsilegan feril með Jazz sem spannaði 19 tímabil. </font>

Besiktas leikur fyrir luktum dyrum

Tyrkneska fótboltaliðið Besiktas hefur verið dæmt til að leika næstu þrjá heimaleiki fyrir luktum dyrum eftir að áhorfandi var stunginn til bana á leik liðsins á Inonu-leikvanginum í Istanbúl á sunnudaginn var.

Samningur Larssons framlengdur

Barcelona hyggst framlengja samning sinn við Henrik Larsson um eitt ár þrátt fyrir að hinn sænski Larsson muni missa af því sem eftir er af tímabilinu vegna alvarlegra hnémeiðsla.

Red Bull býður Klien samning

Forráðamenn Red Bull, nýja liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, hafa staðfest að Skotinn David Coulthard sé ekki inni í myndinni sem ökumaður hjá liðinu.

Tilboðið í Emil var grín

Hollenska liðið Feyneoord sendi FH-ingum tilboð í Emil Hallfreðsson á mánudaginn en Emil var til reynslu hjá félaginu á dögunum. FH-ingar voru ekki sáttir við tilboðið og sendu hollenska liðinu gagntilboð í gær.

Jafntefli gegn Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik gerði í dag jafntefli við Slóvakíu í fyrsta leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins, 26-26. Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 9 mörk og Kristín Guðmundsdóttir gerði 5. Þá átti Helga Torfadóttir góðan leik í markinu og varði 16 skot.

Sjá næstu 50 fréttir