Sport

Liverpool vann Arsenal

Liverpool vann dramatískan sigur á Englandsmeisturum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú undir kvöldið, 2-1, þar sem Neil Mellor skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir lok viðbótartíma. Liveprool komst yfir með marki Xabi Alonso á 41. mínútu en Patrick Vieira jafnaði fyrir gestina á 57. mínútu. Arsenal hefur þá tapað 2 leikjum á tímabilinu og er með 31 stig eða fimm stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er komið í 5. sæti með 26 stig. Tottenham vann 2-0 sigur á Middlesbrough þar sem Jermaine Defoe og Freddy Kanoute skoruðu mörkin. Boro léku tíu í 50 mínútur efir að Frank Queudrue fékk að líta rauða spjaldið á 40. mínútu. Tottenham er í 13. sæti með 16 stig. Newcastle og Everton gerðu 1-1 jafntefli í dag en þrír leikir voru á dagskrá deildarinnar. Craig Bellamy kom heimamönnum í Newcastle yfir strax á 5. mínútu en Lee Carsley jafnaði fyrir Everton á 56. mínútu. Frábært gengi Everton í vetur skilur þá eftir í 3. sæti deildarinnar eftir 15 leiki með 30 stig, eða sex stigum á eftir toppliði Chelsea. Newcastle er áfram í 10. sæti með 20 stig.
Chris Kirkland hafði ekki mikið að gera í marki Liverpool í dag. Hann fékk samtals 3 skot á sig frá Arsenal liðinu allan leikinn.MYND/SPORT SOCCER
Everton menn fögnuðu gríðarlega þegar Lee Carsley skoraði jöfnunarmarkið en liðið hefur aðeins tapað 3 leikjum af þeim 15 sem að baki eru í deildinni í vetur og er í 3. sæti deildarinnar.MYND/REUTERS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×