Sport

Breyttar reglur innanhússfótbolta

Um helgina verður keppt um Íslandsbikarinn í innanhússknattspyrnu bæði í karla- og kvennaflokki. Riðlakeppni 1. deildar karla fer fram í Laugardalshöll á laugardag og riðlakeppni 1. deildar kvenna í Austurbergi sama dag. Úrslitakeppni beggja deilda fer síðan fram í Laugardalshöll á sunnudag. Ný reglugerð fyrir innanhússknattspyrnu hefur tekið gildi og því er rétt að kynna sér helstu breytingar. Varamönnum hefur verið fjölgað úr 6 í 7, það er orðin skylda að vera með legghlífar, fjarlægð varnarmanna í aukaspyrnum er færð úr 3 metrum í 5 metra og þá hefur tímalengd brottvísunar verið stytt. Þá er nú óheimilt að skora úr upphafsspyrnu. Ein stærsta breytingin er þá á hlutverki markvarðar sem má nú kasta knettinum yfir miðju. Ákvæðum varðandi markvörð hefur verið breytt í þá veru að eftir að hann hefur kastað knettinum í leik er honum óheimilt að snerta knöttinn að nýju nema knötturinn hafi farið yfir miðju eða hann hafi verið snertur af andstæðingi. Völsungur varð Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrra en Valur vann í kvennaflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×