Sport

Hermann úr byrjunarliði Charlton!

Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson hefur í fyrsta sinn síðan hann gekk til liðs við enska úrvalsdeildariðsins Charlton misst byrjunarliðssæti sitt hjá liðinu en Eyjapeyjinn öflugi situr á varamannabekk liðsins sem mætir Chelsea nú kl. 15.00. Hermann hefur ekki áður verið á bekknum hjá Charlton nema þegar hann hefur verið að jafna sig af meiðslum og er nú spurning hvort kaflaskil séu að hefjast hjá Hermanni sem hefur verið einn stöðugasti varnarmaðurinn í deildinni. Eiður Smári Guðjonsen er hins vegar í byrjunarliði Chelsea sem komst yfir strax á 4. mínútu leiksins. Damien Duff skoraði markið eftir glæsilega sendingu inn fyrir vörn Charlton frá Eiði Smára. Staðan 0-1 fyrir Chelsea. Af öðrum Íslendingum er það að frétta að í Championship deildinni er Jóhannes Karl Guðjónsson í banni hjá Leicester sem mætir Plymoth vegna 5 gulra spjalda, Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem tekur á móti toppliði Wigan og þá eru Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunnarsson báðir í byrjunarliði Watford sem mætir West Ham þar sem Watford er yfir 0-1 og það var enginn annar en Brynjar Björn sem skoraði markið strax á 5. mínútu. Þá kom Þórður Guðjónsson inn á sem varamaður á 46. mínútu hjá Bochum sem er að vinna Nurnberg 3-0 í þýsku úrvalsdeildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×