Sport

Hasar fyrir norðan

Talsverður hiti var í leikmönnum íshokkíliða Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gær og varð dómari leiksins að hafa sig frammi við að skilja að einstaka leikmenn allan leikinn. Norðanmenn höfðu engu að síður góðan sigur 8-4. Dómari leiksins, Helgi Páll Þórisson, sagði áflogin hafa brotist út milli tveggja erlendra leikmanna seint í leiknum. "Þetta var ekki alvarlegra en gengur og gerist en það var vissulega hiti í leikmönnum eins og oft vill verða. Þessir tveir sem tókust svo á höfðu verið að stríða hvor öðrum allan leikinn enda báðir góðir leikmenn og það koma að því að þeir óðu hvort í annan." Um var að ræða þá Sergei Zak frá Birninum, en hann er ennfremur yfirþjálfari Bjarnarins, og Tibor Tatar frá Skautafélagi Akureyrar. Athygli vakti á leiknum að hinir erlendu leikmenn virtust fremur láta sig hafa slagsmál en þeir innlendu og létu flestir aðrir sér nægja að horfa álengdar á meðan þeir Zak og Tatar áttust við. Helgi Páll segir að slík atvik séu algengari hjá þeim þjóðum sem eru skammt á veg komin í íþróttinni en minna sé um slík slagsmál í atvinnumannadeildum erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×