Sport

Haukar úr leik í bikarnum

Íslandsmeistarar Hauka í handbolta féllu í kvöld óvænt út úr bikarkeppninni þegar þeir töpuðu fyrir ÍR á heimavelli sínum í Hafnarfirði, 31-34 í átta liða úrslitum keppninnar. Fannar Þorbjörnsson var markahæstur Breiðhyltinga með 7 mörk en Andri Stefan skoraði mest heimamanna eða 8 mörk. Þar með hafa ÍR-ingar tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin ásamt Gróttur/KR og HK en það ræðst ekki fyrr en 7. desember hvort það verða ÍBV eða KA sem fylgja þeim þangað þegar liðin mætast í lokaleik 8 liða úrslitanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×