Sport

Aftur til Tromsö?

Norska dagblaðið Nordlys greinir frá því í dag að knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson sé hugsanlega á leiðinni til Tromsö. Liðið varð í 4. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Í blaðinu kemur fram að þjálfari Tromsö, Tore Rismo og eftirmaður hans í starfi, Otto Ulseth, hafi rætt við Tryggva. Tryggvi þekkir vel til í Tromsö en hann þar lék í 3 ár við góðan orðstír á árunum 1998-2000 en var þá seldur til Stabæk á 50 milljónir króna. Tryggvi á 2 ár eftir af samningi sínum við sænska liðið Örgryte þangað sem hann fór eftir 3 ára dvöl hjá Stabæk. Hann hefur líkt og fleiri leikmenn Örgryte gagnrýnt þjálfara félagsins. Haft er eftir Tryggva í Nordlys að hann hafi rætt við stjórnarmenn Örgryte en vilji bíða og sjá hvort nýr þjálfari taki við liðiðnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×