Sport

Fyrsti titill Willums með Val

Valur sigraði tvöfalt á Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu sem var að ljúka en bæði karla og kvennalið meistaraflokka félagsins fóru með sigur úr bítum á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Karlalið Vals sigraði KR í úrslitaleik 2-1. Kristján Örn Sigurðsson gerði sjálfsmark sem kon Val yfir en hann kvittaði fyrir það með því að jafna metin fyrir KR. Það var svo Ögmundur Rúnarsson markvörður Vals sem tryggði sigurinn. Valur vann Breiðablik 1-0 í 8-liða úrslitum, FH sigraði Grindavík 3-2, Fram vann ÍA 1-0, og KR sigraði Þrótt 2-0. Í undanúrslitum sló Valur út Íslandsmeistara FH og KR sló út Fram.  Það má því með sanni segja að hinn nýráðni þjálfari Vals hafi átt draumabyrjun en Willum Þór Þórsson tók sem kunnugt er við meistaraflokki karla eftir að hann var rekinn frá KR í haust. Kvennalið Vals lagði Stjörnuna 2-0 í úrslitaleiknum en Valsliðið skartaði nýjum leikmanni, markamaskínunni Margréti Láru Viðarsdóttur sem nýlega kom frá ÍBV. Í undanúrslitum í kvennaflokki trygði Valur sér sæti í úrslitum með 3-2 sigri á KR og Stjarnan sló út ÍA.
Það er Vals-dagur í fótboltanum í dag. Valskonur fögnuðu eins og strákarnir Íslandsmeistaratitilinum í innanhúsknattspyrnu.MYND/WILHELM



Fleiri fréttir

Sjá meira


×