Sport

Ellefta jafntefli Inter

Juventus mistókst að endurheimta 6 stiga forskot sitt á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Inter Milan á útivelli. Heimamenn í Inter lentu 0-2 undir með mörkum Marcelo Zalayeta og Zlatan Ibrahimovic úr víti áður en Christian Vieri og Adriano náðu að jafna fyrir Inter undir leikslok. Juventus er á toppnum með 32 stig, AC Milan kemur næst með 28 stig og Udinese í þriðja með 22 stig. Þetta var ellefta jafntefli Inter í deildinni í vetur og er liðið í 7. sæti með 17 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×