Sport

Henry verður líklega með

Markahrókurinn Thierry Henry verður líklega með í stórleik Arsenal og Liverpool um helgina, en hann hefur átt við meiðsli að stríða, sem óvíst var að hann næði að hrista af sér í tæka tíð. Strákarnir frá bítlaborginni verða hins vegar enn að gera sér að góðu að leika án tveggja skærustu framherja sinna, Djibril Cisse og Milan Baros, auk þess sem Spánverjinn Luis Garcia bættist á meiðslalistann í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×