Sport

Róbert frá fram í febrúar

Handboltamaðurinn Róbert Sighvatsson leikur ekki með liði sínu Wetzlar næstu vikurnar.  Hann fingurbrotnaði í leik gegn Flensburg í þýska handboltanum fyrir viku.  Ekki er vitað hve lengi hann verður frá vegna meiðslanna en þýski netmiðilinn Sport1 segir að Wetzlar verði líklega án Róberts og félaga hans Kai Kieselhorst þar til í febrúar á næsta ári. Wetzlar steinlá fyrir Wallau Massenheim í gærkvöldi, 37-27 urðu úrslitin.  Einar Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Wallau.  Logi Geirsson skoraði þrjú mörk af vítalínunni þegar Lemgo vann Post Schwerin 36-18 og það á útivelli í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×