Sport

Leika vel þrátt fyrir bannið

Það virðist engu breyta þó Indiana leiki án þriggja lykilmanna í NBA körfuboltanum. Frá því að þeir Ron Artest, Jermaine O´Neal og Stephen Jackson voru dæmdir í keppnisbann hefur Indiana unnið tvo af þremur leikjum sínum. Indiana vann Minnesota 106-102 í gærkvöldi. Jamaal Tinsley skoraði 20 stig og átti 14 stoðsendingar en Austin Croshere var stigahæstur með 25 stig. Í hinum leiknum í NBA deildinni í gærkvöldi sigraði LA Clippers, New Jersey 101-88. Bein útsending verður á Sýn í kvöld frá NBA körfuboltanum. Leikur Detroit Pistons og Miami Heat verður sýndur en viðureignin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×