Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 14:27 Feðgarnir Daníel Tristan og Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/malmö/getty Arnar Gunnlaugsson hefur mikla trú á Daníel Tristan Guðjohnsen sem hann valdi í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í dag. Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira