Sport

Enn skorar Crespo

AC Milan náði að saxa á forskot toppliðs Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag niður í 3 stig með naumum 0-1 sigri á Chievo. Hernan Crespo skoraði sigurmarkið en hann hefur verið sjóðandi heitur í undanförnum leikjum. Milan er með 28 stig í 2. sæti og eru sex stig í næstu lið eins og Udinese sem er í 3. sæti með 22 stig. Stórleikur helgarinnar á Ítalíu hefst kl. 19.30 þegar Inter Milan tekur á móti Juventus en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn. Úrslit helgarinnar á Ítalíu urðu eftirfarandi: Laugardagur Livorno 1 - 2 Udinese Siena 0 - 4 AS Roma Sunnudagur Atalanta 0 - 1 Reggina Bologna 0 - 0 Lecce Brescia 0 - 2 Palermo Chievo 0 - 1 AC Milan Lazio 2 - 3 Cagliari Messina 1 - 1 Fiorentina Sampdoria 1 - 0 Parma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×