Sport

Sú finnska sigraði í stórsviginu

Finnska stúlkan Tania Poutianen sigraði í stórsvigi heimsbikarkeppninnar á skíðum í Aspen Colorado í gær.  Poutianen varð 9 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Önju Person frá Svíþjóð sem varð önnur. Janica Kostelic Króatíu varð í þriðja sæti.  Þetta var annar heimsbikarsigur Poutianen, hún sigraði í svigi í febrúar síðastliðinum á móti í Finnlandi.  Þetta var annað heimsbikarmótið í stórsvigi, í október var keppt í Sölden í Austuríki, þá vann Person og Poutianen hafnaði þá í öðru sæti. Í kvöld verður keppt í svigi kvenna og bruni karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×