Sport

Starfslokasamningur Zagorakis

Fyrirliði gríska landsliðsins í knattspyrnu og besti leikmaður EM, Thedoros Zagorakis, fékk starfslokasamning hjá grísku liðinu AEK Aþena í morgun. Félagið, sem er skuldum vafið og stefnir í gjaldþrot, skuldaði Zagorakis um 60 milljónir króna en Zagorakis sætti sig við að fá helminginn greiddann gegn því að vera laus undan samningi. Búist er við því að Zagorakis fari til Bologna á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×