Sport

Montgomery fer ekki til Aþenu

Á úrtökumóti frjálsíþróttamanna í Sacramento í Kaliforníu mistókst heimsmethafanum í 100 metra hlaupi, Tim Montgomery, að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Montgomery varð aðeins í sjöunda sæti en þrír fyrstu komast til Aþenu. Maurice Greene varð fyrstur á 9,91 sekúndu, Justin Gatlin á 9,92 og Shaun Crawford varð þriðji á 9,93. Tim Montgomery hljóp á 10,13 sekúndum. Sambýliskona hans, Marion Jones, mistókst einnig að vinna sér keppnisrétt í 100 metra hlaupi kvenna. Jones varð að gera sér fimmta sætið að góðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×