Sport

Unsworth og LuaLua til Portsmouth

Varnarmaðurinn David Unsworth og framherjinn Lomana LuaLua hafa skrifað undir hjá Portsmouth eftir að þeir stóðust lækniskoðun í dag. Unsworth, sem er þrítugur að aldri, var með frjálsan samning hjá Everton en þar hefur hann verið sl. tólf ár. Hinn 23 ára gamli LuaLua, sem er landsliðsmaður Kongó, var keyptur frá Newcastle en upphæðin hefur ekki verið gefin upp. Hann var í láni hjá Portsmouth síðustu fjóra mánuði tímabilsins sem lauk í vor og stóðs sig vel. Samningur LuaLua er til þriggja ára. Á meðfylgjandi mynd má sjá Unsworth í fangbrögðum við fyrrverandi samherja sinn og markvörð Everton, Nigel Martyn. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×