Fótbolti

De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gestirnir gátu fagnað í leikslok.
Gestirnir gátu fagnað í leikslok. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Kevin De Bruyne og Rasmus Højlund skoruðu sitt markið hvor er Napoli vann öruggan 1-3 sigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Heimamenn í Fiorentina voru án Alberts Guðmundssonar, sem meiddist í sigri Íslands gegn Aserbaídsjan á dögunum.

Gestirnir í Napoli voru mun hættulegri í fyrri hálfleik og De Bruyne kom liðinu yfir með marki af vítapunktinum strax á sjöttu mínútu.

Átta mínútum síðar tvöfaldaði Højlund forystu gestanna og staðan því 0-2 í hálfleik.

Sam Beukema bætti svo þriðja marki gestanna við snemma í síðari hálfleik áður en Luca Ranieri kloraði í bakkann fyrir Fiorentina rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Eftir þrjá leiki er Napoli enn með fullt hús stiga og trónir nú á toppi ítölsku deildarinnar. Fiorentina er hins vegar aðeins með tvö stig í 13. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×