Sport

Breska meistaramótið í golfi

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudag í Skotlandi. Allir fjórir keppnisdagarnir verða í beinni útsendingu á Sýn, átta til 10 klukkustundir á dag. Við hefjum leik beint á Sýn klukkan átta í fyrramálið. Samkvæmt veðbönkum er Ernie Els sigurstranglegastur. Royal troon golfvöllurinn í Skotlandi verður vettvangur 133. opna breska mótsins í golfi en síðast var mótið haldið þar 1997. Völlurinn þykir gríðarlega erfiður að þessu sinni. Allir bestu kylfingar heims eru mættir til leiks en nú bregður svo við að Tiger Woods þykir ekki lengur sigurstranglegastur hjá flestum veðbönkum heldur Ernie Els, líkurnar eru 6 á móti 1. Tiger Woods er enn efstur á styrkleikalista kylfinga en þetta ár hefur reynst hálfgerð martröð fyrir kappann. Þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna í golfi hafa sumir efast um að hungrið sé enn til staðar hjá besta kylfingi heims. Woods vísar þessum vangaveltum til föðurhúsanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×