Sport

Magnús Ver vann í áttunda sinn

Magnús Ver Magnússon sigraði með yfirburðum í Vestfjarðavíkingnum um helgina, fimmta árið í röð. Magnús var hins vegar að hampa titlinum í áttunda sinn alls en þessi árlega keppni aflraunamannanna  fór fram í tólfta sinn um helgina, víðs vegar um Vestfirði. Fjölmenni mætti á keppnisstaðina til að fylgjast með átökum kraftakarlanna í blíðu veðri. Þegar ein keppnisgrein var eftir var ljóst að Magnús Ver hefði tryggt sér sigurinn. Í öðru sæti varð Benedikt Magnússon og Jón Valgeir Williams varð þriðji.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×