Sport

Real vill fá Vieira

Florentino Perez rúllaði upp forsetakosningunum hjá Real Madrid og er þegar farinn að leggja grunninn að því að styrkja félagið enn frekar með bestu leikmönnum heims. "Ég endurtek að það hefur alltaf verið mín stefna að hafa bestu leikmenn heims í hverri stöðu hjá Real Madrid. Þar eru ekki allar stöður fylltar," sagði Perez í gær. "Patrick Vieira er besti leikmaður heims í sinni stöðu að mínu mati." Þessi ummæli þýða ekkert annað en að Perez ætlar sér að reyna að kaupa Vieira frá Arsenal og er eflaust meira en tilbúinn að greiða sanngjarnt fyrir. Perez sagði einnig á blaðamannafundi í gær að David Beckham yrði áfram í herbúðum félagsins. Hann sagði að Beckham hefði staðið undir væntingum hjá félaginu á sínu fyrsta ári og ætti aðeins eftir að verða betri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×