Sport

Mikilvægt mark hjá Julian

Skagamenn sigruðu eistneska liðið TVMK Tallin í dramatískum leik á Akranesi í kvöld þar sem sex mörk voru skoruð og eitt rautt spjald var gefið. Lokatölur leiksins urðu 4-2 fyrir ÍA. Reynir Leósson kom þeim yfir strax á 6. mínútu og Stefán Þórðarson bætti örðu marki við fyrir hlé. 2-0 fyrir ÍA í leikhlé. Tallinn minnkaði muninn strax í upphafi síðari hálfleiks og það syrti enn frekar í álinn hjá Skagamönnum nokkrum mínútum síðar þegar Stefán Þórðarsyni var vikið af velli fyrir að slá til eins leikmanna eistneska liðsins. Skagamenn létu það ekki slá sig út af laginu því Ellert Jón Björnsson kom þeim í 3-1 skömmu síðar. Gestirnir komust á ný inn í leikinn skömmu síðar, 3-2. Leikurinn datt niður í kjölfarið og það var allt útlit fyrir að Skagamenn myndu aðeins fara með eins marks veganesti í seinni leikinn þegar Færeyingurinn Julian Johnsson stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu á lokamínútu leiksins. Lokatölur 4-2 fyrir ÍA og þeir í nokkuð góðum málum fyrir seinni leikinn þó mörkin tvö sem þeir fengu á sig hafi verið dýr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×