Sport

Enski boltinn frágenginn

Forsvarsmenn Skjás Eins undirrituðu í London í gær samning við ensku úrvalsdeildina (FAPL) um sýningarrétt á enska boltanum næstu 3 leiktíðir. Framkvæmdastjóri FAPL, Richard Scudamore, sagði við undirritunina að það væri ánægjuefni að samningar við Skjá einn væru nú í höfn. Í tilkynningu frá Magnúsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra segir að Skjár Einn hafi gengið frá ráðningu á verkefnisstjóra fyrir Enska boltann og muni Snorri Már Skúlason gegna starfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×