Sport

Þórarinn tryggði Keflavík sigur

Keflvíkingar komust í fimmta sæti Landsbankadeildarinnar í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af KA-mönnum, 1–0, í Keflavík. Sigurinn var fyrsti sigur Keflvíkinga á KA-mönnum á heimavelli síðan 1982. Þórarinn Kristjánsson kom Keflvíkingum yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að danski varnarmaðurinn Ronni Hartvig hafði brotið á Zoran Daníel Ljubicic innan vítateigs. Fram að að markinu hafði leikurinn verið afskaplega daufur en eftir það tóku Keflvíkingar öll völd á vellinum og Scott Ramsey var tvívegis nálægt því að auka muninn. KA-menn náðu sér engan veginn á strik í fyrri hálfleik og voru arfaslakir. Fátt markverkt gerðist í síðari hálfleik annað en að Keflvíkingurinn Scott Ramsey fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. Ramsey tók Örn Kató Hauksson hálstaki eftir að Örn Kató hafði brotið illa á honum og fengu báðir gult spjald og sennilega átti Ramsey að fá beint rautt fyrir hrottaskap sinn. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga síðan 7. júní en þá tryggði áðurnefndur Þórarinn þeim sigur gegn Víkingi. Keflavík-KA 1-0 1–0 Þórarinn Kristjánsson, víti 22. Dómarinn Kristinn Jakobsson í meðallagi Bestur á vellinum Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Tölfræðin Skot (á mark)  9–5 (5–1) Horn 5–2 Aukaspyrnur fengnar 22–24 Rangstöður 2–3 Mjög góðir Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Góðir Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Ólafur Gottskálksson Keflavík Sandor Matus KA Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson KA Pálmi Rafn Pálmason KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×