Sport

Hensby vann í umspili

Ástralinn Mark Hensby sigraði á PGA-móti í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Hensby og Englendingurinn John Morgan voru jafnir eftir 72 holur á 16 höggum undir pari en Hensby vann á annarri holu í umspili. Frakkinn Thomas Levet sigraði á Opna skoska meistaramótinu í gær. Hann lék á 15 höggum undir pari. Nýsjálendingurinn David Campbell varð annar, höggi á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×