Sport

Tveir leikir í Landsbankadeildinni

Í kvöld fara fram tveir leikir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. ÍBV tekur á móti Grindavík í Eyjum. Heimamenn eru í 5. sæti með 12 stig eftir níu leiki en Grindvíkingar í næst neðsta sæti með 10 stig eftir jafn marga leiki.Þá mætast Víkingur og Fram í Víkinni. Víkingar eru í áttunda sæti með 10 stig eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð í deildinni.  Aftur á móti hefur gengið illa hjá Fram að undanförnu enda vermir liðið botnsætið með aðeins 6 stig eftir níu leiki. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×