Sport

Maradona yngri til Blackburn

Sautján ára sonur knattspyrnukappans Diego Armando Maradona er á leiðinni til reynslu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Blackburn Rovers. Þar æfir hann með unglingaliði félagsins en strákurinn ber sama nafn og karl faðir hans, Diego Maradona. Móðir hans átti í harðri deilu við Maradona eldri í mörg ár en strákurinn hefur æft með Napolí á Ítalíu. Af Maradona eldri er það að frétta að hann hefur lést um 20 kílógrömm frá því að hann færður á sjúkrahús gegn vilja sínum í maí að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir lækni hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×