Sport

Zeljko hættur að þjálfa Grindavík

Stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur og Zeljko Zankovic komust að samkomulagi um það að Zankovic láti af störfum sem þjálfari félagsins. Í tilkynningu sem stjórn Grindavíkur sendi frá sér undir kvöld kemur fram að þetta sé sameiginleg ákvörðun sem sé gerð af gagnkvæmri vinsemd og virðingu fyrir störfum beggja aðila. Aðstoðarmaður Zankovic, Guðmundur Valur Sigurðsson, mun stýra Grindavíkurliðinu til loka tímabilsins ásamt Sinisa Valdimar Kekic, leikmanni félagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Grindavík skiptir um þjálfara á miðju tímabili í sögu félagsins. Zankovic er annar þjálfarinn í Landsbankadeildinni sem fær að fjúka en Rúmeninn Ion Geolgau hafði áður mátt taka pokann sinn hjá Fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×