Sport

Cole til Aston Villa

Framherjinn umtalaði, Carlton Cole, var í gær lánaður frá Chelsea til Aston Villa út næstu leiktíð. Þetta er annað árið í röð sem Chelsea lánar Cole en hann lék með Charlton á síðustu leiktíð. "Cole er almennt talinn einn efnilegasti leikmaður Englands. Við höfum verið í viðræðum við Chelsea í margar vikur og það er mikill léttir að hafa loks tekist að landa málinu," sagði Bruce Langham, yfirmaður knattspyrnumála hjá Villa. Cole vildi sjálfur vera áfram hjá Chelsea og berjast fyrir sæti sínu í liðinu en hann hlaut ekki náð fyrir augum stjórans, Jose Mourinho, sem ákvað að lána hann að minnsta kosti næsta árið. Cole þarf samt ekkert að örvænta því hann er aðeins tvítugur að aldri og á framtíðina fyrir sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×