Fleiri fréttir

Sunna bætti metið í 100 m hlaupi

Sunna Gestsdóttir bætti í gær Íslandsmetið í 100 metra hlaupi á móti í Gautaborg. Sunna hljóp á 11,76 sekúndum og bætti nítján ára gamalt met Svanhildar Kristjónsdóttur um 3 hundraðshluta úr sekúndu.

„Rooney fer til Man. Utd.“

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa gefist upp á því að fá framherja Everton, Wayne Rooney, til félagsins.

Tiger bítur frá sér

Tiger Woods stal senunni á Western Open mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum í gær. Woods hefur sigrað þrisvar sinnum á þessu móti, síðast í fyrra. Hann var í 50.-68. sæti þegar keppni var hálfnuð en lék í gær á sex höggum undir pari og er núna í 6.-8. sæti, fimm höggum undir pari.

Desailly hættur

Marcel Desailly er hættur að spila með franska landsliðinu. Hann tilkynnti ákvörðun sína í gær. Desailly er 35 ára og lék 116 leiki og hefur enginn Frakki spilað fleiri leiki með landsliðinu.

Grikkir bíða eftir miðum

Sumir grísku stuðningsmannannna á Evrópumótinu í Portúgal hafa ekki enn útvegað sér miða á úrslitaleikinn gegn Portúgölum í kvöld og telja sig hlunnfarna. Þeir segja að þeim hafi verið lofað 12.000 miðum en aðeins fengið 1800 stykki.

Níundi sigur Schumachers

Michael Schumacher vann níunda sigur sinn á tímabilinu í  franska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Pires og Henry lenti saman

Fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins, Jacques Santini, hefur staðfest að Robert Pires og Thierry Henry, báðir leikmenn Arsenal, hafi lent í rifrildi kvöldið sem þeir unnu England.

Hlaupið um Lissabon eftir miðum

Áhuginn er svo mikill fyrir úrslitaleik Portúgala og Grikkja í Evrókeppninni í knattspyrnu í kvöld að fólk, sem ekki hefur tryggt sér aðgangsmiða á leikinn, hleypur um götur Lissabon í örvæntingarfullri leit að einhverjum sem á og vill selja miða.

Sunna fljótasta kona Íslands

Sunna Gestsdóttir úr UMSS setti glæsilegt Íslandsmet í 100m hlaupi í undanrásum á móti í Gautaborg í gær þegar hún hljóp á 11,76 sekúndum þrátt fyrir að hlaupa í mótvindi og rigningu sem gerir afrek hennar enn glæsilegra.

Bætti metið um 49 sentimetra

Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ sem er aðeins 16 ára, stökk 7,38 metra í langstökki á Världungdomsspelen í Gautaborg í fyrradag og bætti þar með Íslandsmet Kristjáns Harðarsonar um 49 sm í flokki 15-16 ára og um leið met Kristjáns í flokki 17-18 ára um 3 sm.

Ólafur stýrir ekki Fram strax

Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Framara í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, mun ekki stýra liðinu í fyrstu tveimur leikjum liðsins sem eru tæknilega undir hans stjórn.

Jón Arnór með 15 stig gegn Kína

Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig í öðrum æfingaleik Dallas Mavericks við kínverska landsliðið í fyrrinótt. Dallas vann leikinn örugglega 97-85 og bætti fyrir tap tveimur dögum fyrr. Liðin spiluðu síðan í þriðja og síðasta sinn í nótt.

Klinsmann vill erlendan þjálfara

Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Jurgen Klinsmann, er á því að Þjóðverjar eigi að íhuga þann möguleika að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að því að ráða nýjan landsliðsþjálfara

Keflavík mætir dönsku meisturunum

Keflvíkingar voru mjög ánægðir mótherjana í Bikarkeppni Evrópu en dregið var í riðla í München í Þýskalandi í gær. Keflvíkingar fengu með sér í riðil dönsku meistarana úr Bakken Bears, franska liðið Reims Champagne og portúgalska liðið CAB Madeira sem Keflvíkingar mættu einnig á sömu keppni á síðasta tímabili.

Sharapova og Federer sigruðu

Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska unglingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigurvegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams.

Grikkir komnir yfir

Grikkir eru komnir yfir gegn Portúgölum, 1-0, með skallamarki Charisteas 57. mínútu.

Charisteas sannur sigurvegari

Grikkir urðu í kvöld Evrópumeistarar í fótbolta eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Portúgals í úrslitaleik í Lissabon. Angelos Charisteas skoraði sigurmarkið á 57. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Charisteas er sannur sigurvegari en þetta var þriðji stóri titill hans á tímabilinu því hann varð tvöfaldur meistari með Werder Bremen í vetur.

Hélt hreinu síðustu 358 mínúturnar

Antonios Nikopolidis er hokinn af reynslu í gríska markinu en þessi yfirvegaði markvörður fékk aðeins á sig fjögur mörk í Evrópukeppninni - í sex leikjum Grikkja. Nikopolidis hélt hreinu alla útsláttarkeppnina. Frökkum, Tékkum eða Portúgölum tókst ekki að skora hjá honum í útsláttarkeppninni. 

Grikkir meistarar Evrópu

<font face="Helv"> Grikkir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu. Þeir unnu sanngjarnan og verðskuldaðan sigur á Portúgölum, 0-1, í Lissabon í gærkvöldi. </font>

Seinagangur öryggisgæslu í Aþenu

Öryggissérfræðingar sem varað hafa við hugsanlegum hryðjuverkum á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst segja tímann til fullnægjandi uppsetningar og undirbúnings öryggisgæslu í borginni senn vera á þrotum.

Ísland vann Sviss í U20

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, sigraði Svisslendinga 30-21 á opna Norðurlandamótinu í morgun. Íslenska liðið vann þrjá leiki í mótinu en tapaði tveimur.

Íslandsmet í flokki 15-16 ára

Þorsteinn Ingvarsson, 16 ára piltur úr Héraðssambandi Þingeyinga, bætti Íslandsmet Kristjáns Harðarsonar í langstökki um 49 sentimetra í flokki 15-16 ára á alþjóðlegu móti í Gautaborg í gær. Þorsteinn stökk 7 metra og 38 sentimetra.

Jón Arnór skoraði 8 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir kínverska landsliðinu í körfuknattleik í fyrrakvöld, 85-80. Jón spilaði í 25 mínútur og þótti standa sig mjög vel. Nýliðinn Devan Harris var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 15 stig. Yao Ming var langatkvæðamestur í kínverska landsliðinu, skoraði 22 stig.

Þrír efstir á Western Open

Þrír kylfingar eru efstir og jafnir þegar keppni á Western Open mótinu í Lemont í Illinois er hálfnuð. Bandaríkjamennirnir Steve Lowery, Matt Gogel og Charles Howell eru allir á 136 höggum, sex undir pari. Ástralarnir Geoff Ogilvy og Mark Hensby eru höggi á eftir.

Gullmótið í Róm

Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj varð aðeins í áttunda sæti í 1500 metra hlaupi á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gærkvöldi. Rashid Ramzi frá Bahrain sigraði á 3 mínútum 30,25 sekúndum.

Owen framlengir samninginn

Michael Owen hefur nú bundið enda á vangaveltur um það hvar hann spili fótbolta á næstunni. Owen ætlar að framlengja samning sinn við Liverpool og mun því spila með liðinu næstu tvö ár hið minnsta. Owen ætlar að skrifa undir samninginn áður en hann fer í sumarfrí í næstu viku. Hann er sagður fá 80 þúsund pund í vikulaun.

Federer í úrslit á Wimbledon

Svisslendingurinn Roger Federer komst í morgun í úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer vann Frakkann Sebastian Grosjean í þremur settum. Fresta varð leiknum í gær vegna rigningar.

Alonso fyrstur í tímatökunni

Spænski ökuþórinn Fernandi Alonso, sem ekur fyrir Renault, varð fyrstur í seinni tímatökunni fyrir Frakklands-kappaksturinn í Formúlu 1 í gær. Alonso var rétt undan Þjóðverjanum Michael Schumacher hjá Ferrari en í þriðja sæti var Bretinn David Coulthard hjá McLaren.

Portúgalar ekki í hefndarhug

Portúgalski miðjumaðurinn Maniche, sem hefur átt frábært Evrópumót og meðal annars skorað tvö mörk, sagði á blaðamannafundi í gær að Portúgalar litu ekki á að þeir ættu harma að hefna gegn Grikkjum í úrslitaleiknum í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir þeim í opnunarleik mótsins.

Queiroz svarar Beckham

Carlos Queiroz, fyrrum þjálfari Real Madrid, hefur svarað ásökunum Davids Beckham, fyrirliða enska landsliðsins og leikmanns Real Madrid, um að hann væri ekki í formi vegna þess að það hefði ekki verið æft nógu mikið hjá félaginu með þeim orðum að Beckham hefði átt að mæta betur.

Flestir Þjóðverjar vilja Rehhagel

Þjóðverjinn Otto Rehhagel, sem náð hefur frábærum árangri með gríska landsliðið á Evrópumótinu í Portúgal, er vænlegasti kosturinn sem landsliðsþjálfari Þýskalands að mati landa hans í könnun sem þýska sjónvarpsstöðin RTL lét gera.

Brisport í Hólminn

Miðherjinn öflugi Leon Brisport, sem lék með Þór Þorlákshöfn í Intersportdeildinni í körfuknattleik á síðasta tímabili, hefur gert munnlegt samkomulag um að leika með Snæfelli í deildinni á komandi tímabili.

Smáþjóðin gerir þeim stóru grikk

Grikkir hafa komið allra liða mest á óvart á Evrópumótinu í Portúgal, gert hverri stórþjóðinni á fætur annarri skráveifu, unnið Portúgal, Frakkland og Tékkland og gert jafntefli gegn Spáni. Ekki slæmt fyrir þjóð sem hafði aldrei unnið leik á stórmóti þegar flautað var til leiks á Evrópumótinu 12. júní síðastliðin.

Sharapova vann Williams

Hin 17 ára gamla Maria Sharapova frá Rússlandi vann Serenu Williams frá Bandaríkjunum, 6-1 og 6-4, í úrslitum Wimbledon-mótsins í tennis rétt áðan. Sigurinn kemur mjög á óvart, bæði vegna ungs aldurs Sharapovu auk þess sem Williams hefur unnið Wimbledon-mótið sl. tvö ár.

Roddick mætir Federer í úrslitum

Það verða Bandaríkjamaðurinn Andy Roddick og Svisslendingurinn Roger Federer sem mætast í úrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis á morgun. Þetta varð ljóst eftir að Roddick bar sigurorð af Mario Ancic frá Króatíu, 6-4, 4-6, 7-5 og 7-5, í undanúrslitum í dag.

KA-menn áfram í bikarnum

KA-menn tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með því að leggja Víking að velli, 4-2, í leik liðanna í Víkinni.

Guðsgjöf Grikkja

Kraftaverk, ævintýri og guðsgjöf eru meðal þeirra orða sem Grikkir nota til að lýsa sigri sinna manna á Tékkum í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Otto Rehhagel, þjálfari gríska liðsins, segir viljann og ástríðuna hafa sigrað tæknina í leiknum í gær. Hann kallar sigurinn kraftaverk og nú verði úrslitaleikurinn ævintýri fyrir sína menn.

Kobe til Phoenix Suns?

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Phoenix ætlaði að bjóða Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers 6 ára samning að andvirði 100 milljónir dollara. Einnig er talað um að Lakers eigi  í viðræðum við Mike Krzyzevski, þjálfara Duke-háskólaliðsins, um að hann taki við starfi aðalþjálfara Lakers.

Snorri og Guðjón 5. bestu

Snorri Steinn Guðjónsson hjá Grosswaldstadt var valinn 5. besti miðjumaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni og Guðjón Valur Sigurðsson hjá Essen 5. besti rétthenti hornamaður deildarinnar. Þetta er niðurstaða þýska tímaritsins Handball Woche. 

Once Caldas meistari í S-Ameríku

Kólumbíska liðið Once Caldas varð í gærkvöldi Suður-Ameríku meistari félagsliða í knattspyrnu eftir sigur á Boca Juniors frá Argentínu í síðari úrslitaleik liðanna. Bæði lið skoruðu einu sinni í venjulegum leiktíma og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Loren Roberts efstur á sjö undir

Loren Roberts hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á Western Open mótinu í Lemont í Illinois í Bandaríkjunum. Roberts, sem hélt upp á 49 ára afmæli sitt í síðasta mánuði, lék á 64 höggum eða sjö undir pari.

Fiore og Corradi til Valencía

Spænsku meistararnir í Valencía eru búnir að kaupa tvo ítalska landsliðsmenn frá Lazío. Þeir Stefano Fiore og Bernardo Corradi kosta einn og hálfan milljarð króna en spænska liðið þarf aðeins að reiða fram 265 milljónir króna þar sem Lazío skuldar Valencía ennþá háar fjárhæðir vegna kaupa á Gaizka Mendieta fyrir þremur árum.

Almunia til Arsenal

Arsenal hefur keypt spænska markvörðinn Manuel Almunia frá Celta Vigo. Almunia er 27 ára gamall og var metinn á 2 milljónir punda.

Sjá næstu 50 fréttir