Sport

Jón Arnór skoraði 8 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 8 stig þegar Dallas Mavericks tapaði fyrir kínverska landsliðinu í körfuknattleik í fyrrakvöld, 85-80. Jón spilaði í 25 mínútur og þótti standa sig mjög vel. Nýliðinn Devan Harris var stigahæstur hjá Dallas, skoraði 15 stig. Yao Ming var langatkvæðamestur í kínverska landsliðinu, skoraði 22 stig. Eins og við greindum frá í gær er leikstjórnandinn Steve Nash á leið frá Dallas til Phoenix Suns. Dallas gekk í gær frá nýjum samningi við Marquis Daniels. Hann fær 38 milljónir bandaríkjadala, eða 2,7 milljarða íslenskra króna, fyrir sex ára samning . Daniels var nýliði hjá Dallas í fyrra líkt og Jón Arnór. Þá fékk hann lágmarksgreiðslu nýliða í NBA-deildinni, 2,6 milljónir króna. Dallas samdi einnig við nýliðann Devan Harris. Harris fær 1,6 milljarða króna fyrir þriggja ára samning. Dallas á einnig rétt á því að halda honum í fjögur ár og þarf þá að borga Harris 240 milljónir króna í viðbót, bæti hann fjórða árinu við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×