Sport

Þrír efstir á Western Open

Þrír kylfingar eru efstir og jafnir þegar keppni á Western Open mótinu í Lemont í Illinois er hálfnuð. Bandaríkjamennirnir Steve Lowery, Matt Gogel og Charles Howell eru allir á 136 höggum, sex undir pari. Ástralarnir Geoff Ogilvy og Mark Hensby eru höggi á eftir. Sigurvegarinn undanfarin þrjú ár, Tiger Woods, er í 50.-68. sæti á einu höggi yfir pari. Lauren Roberts hafði forystu eftir 18 holur, lék fyrsta daginn á 64 höggum, en fór völlinn í gær á 75 höggum og er núna í 10.-19. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×