Sport

Desailly hættur

Marcel Desailly er hættur að spila með franska landsliðinu. Hann tilkynnti ákvörðun sína í gær. Desailly er 35 ára og lék 116 leiki og hefur enginn Frakki spilað fleiri leiki með landsliðinu. Síðasti leikur Desaillys var í 2-2 leiknum gegn Króötum á Evrópumótinu í Portúgal. Annar þekktur kappi hyggst hætta með landsliði sínu eftir Evrópumótið í Portúgal. Rui Costa segir skilið við portúgalska landsliðið eftir leikinn við Grikki í kvöld. Costa er 32 ára og hefur leikið 93 leiki og skorað í þeim 26 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×