Sport

Pires og Henry lenti saman

Fyrrverandi þjálfari franska landsliðsins, Jacques Santini, hefur staðfest að Robert Pires og Thierry Henry, báðir leikmenn Arsenal, hafi lent í rifrildi kvöldið sem þeir unnu England. Ekki er vitað hvers vegna þetta kom upp á en þjálfaralið Frakka þurfti að skilja leikmennina að og halda þeim frá hvorum öðrum á næstu æfingum á eftir. Þetta kemur fram á sport.is í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×