Sport

Queiroz svarar Beckham

Carlos Queiroz, fyrrum þjálfari Real Madrid, hefur svarað ásökunum Davids Beckham, fyrirliða enska landsliðsins og leikmanns Real Madrid, um að hann væri ekki í formi vegna þess að það hefði ekki verið æft nógu mikið hjá félaginu með þeim orðum að Beckham hefði átt að mæta betur. "Það er hægt að bera Beckham saman við Figo sem mætti á hverja einustu æfingu allan veturinn. Figo var ekki á skíðum eins og sumir þegar liðið hans var enn með í meistaradeildinni og þar liggur munurinn. Annar er að fara að spila í úrslitaleik Evrópumótsins en hinn ekki. Annars koma þessi ummæli Beckhams ekki á óvart því hann hefur alltaf afsakanir á reiðum höndum," sagði Queiroz.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×