Sport

Federer í úrslit á Wimbledon

Svisslendingurinn Roger Federer komst í morgun í úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer vann Frakkann Sebastian Grosjean í þremur settum. Fresta varð leiknum í gær vegna rigningar. Federer mætir annað hvort Bandaríkjamanninum Andy Roddic eða Króatanum Mario Ancic í úrslitum. Í dag keppa Serena Williams frá Bandaríkjunum og hin 17 ára rússneska stúlka, Maria Sharapova, í úrslitum í kvennaflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×