Sport

Bætti metið um 49 sentimetra

Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ sem er aðeins 16 ára, stökk 7,38 metra í langstökki á Världungdomsspelen í Gautaborg í fyrradag og bætti þar með Íslandsmet Kristjáns Harðarsonar um 49 sm í flokki 15-16 ára og um leið met Kristjáns í flokki 17-18 ára um 3 sm. Þorsteinn sigraði í flokki 16-17 ára á mótinu, stökk 46 sm lenga en næsti keppandi og bætti mótsmetið um 34 sm. Þetta er 5. besti árangur Íslendings í greininni, Jón Arnar (8,00m), Kristján Harðarson (7,79m), Vilhjálmur Einarsson (7,46m), Friðrik Þór Óskarsson (7,41m).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×