Sport

Guðsgjöf Grikkja

Kraftaverk, ævintýri og guðsgjöf eru meðal þeirra orða sem Grikkir nota til að lýsa sigri sinna manna á Tékkum í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í gær. Otto Rehhagel, þjálfari gríska liðsins, segir viljann og ástríðuna hafa sigrað tæknina í leiknum í gær. Hann kallar sigurinn kraftaverk og nú verði úrslitaleikurinn ævintýri fyrir sína menn. Markaskorari Grikkja í gær, Traianos Dellas, er á því að Guð hafi gefið Grikkjum sigurinn sem sé sögulegur og verði aldrei endurtekinn. Forvitnilegt verður nú að fylgjast með því hvort kraftaverkin haldi áfram og Guð haldi verndarhendi sinni áfram yfir Grikkjum í Lissabon á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×