Sport

Sharapova vann Williams

Hin 17 ára gamla Maria Sharapova frá Rússlandi vann Serenu Williams frá Bandaríkjunum, 6-4 og 6-1, í úrslitum Wimbledon-mótsins í tennis rétt áðan. Sigurinn kemur mjög á óvart, bæði vegna ungs aldurs Sharapovu auk þess sem Williams hefur unnið Wimbledon-mótið sl. tvö ár. Sharapova er þar með fyrsta rússneska konan sem sigrað hefur í einliðaleik á Wimbledon. Hún er jafnframt næst yngsti sigurvegarinn í kvennaflokki frá upphafi. Aðeins Martina Hingis frá Sviss var yngri, eða 16 ára, þegar hún sigraði á mótinu árið 1997.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×