Sport

„Rooney fer til Man. Utd.“

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa gefist upp á því að fá framherja Everton, Wayne Rooney, til félagsins. Wenger segist viss um að Rooney gangi til liðs við Manchester United og bætir við að ef United ætli að berjast um titilinn við Arsenal og Chelsea, þá þurfi félagið að kaupa leikmann á borð við Wayne Rooney. The Guardian segir frá því í morgun að Manchester United ætli að bjóða 30 milljónir punda í Rooney og bjóða Everton að auki Alan Smith sem félagið keypti fyrir sex vikum frá Leeds á 7 milljónir punda. Blaðið segir að Everton hafi þegar hafnað að taka upp í kaupin Ole Gunnar Solskjær, Diego Forlan og David Bellion. Við þetta má svo bæta að Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy, leikmaður United, neitar þeim orðrómi að hann sé í þann mund að ganga til liðs við Real Madríd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×