Sport

Loren Roberts efstur á sjö undir

Loren Roberts hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á Western Open mótinu í Lemont í Illinois í Bandaríkjunum. Roberts, sem hélt upp á 49 ára afmæli sitt í síðasta mánuði, lék á 64 höggum eða sjö undir pari. Ástralinn Robert Allenby, sigurvegarinn á þessu móti fyrir fjórum árum, er í öðru sæti á sex undi pari. Tiger Woods er í 36. sæti ásamt fimmtán öðrum kylfingum á einu undir pari. Fídjí-maðurinn Vijay Singh, sem er í þriðja sæti á heimslistanum, er á einu höggi yfir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×