Sharapova og Federer sigruðu 4. júlí 2004 00:01 Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska unglingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigurvegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sigur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslitaleikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Sharapova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti - leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Williams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð. Lokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigurvegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: "Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus," sagði Sharapova og var í hálfgerðri geðshræringu: "Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerðist á þessu ári." Í karlaflokki áttust við í úrslitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Svisslendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Philippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Federer: "Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spilamennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja titilinn," sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: "Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfaldlega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikjum á komandi árum," sagði Roddick. Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira
Það urðu heldur betur óvænt tíðindi í úrslitaleik kvenna á opna Wimbledon-mótinu í tennis en þá gerði rússneska unglingstúlkan, Maria Sharapova, sér lítið fyrir og lagði að velli sigurvegara mótsins síðustu tveggja ára, Serenu Williams. Það kom einnig á óvart hversu öruggur sigur Sharapovu var en að sjálfsögðu var þetta fyrsti sigur hennar á stórmóti og einnig fyrsti úrslitaleikurinn. Sigurinn er að því leyti sögulegur að Sharapova er fyrsti Rússinn til að vinna sigur á Wimbledon-mótinu og hún er þriðji yngsti sigurvegarinn í sögu þess. Það var hins vegar ekki að sjá að hin sautján ára Maria Sharapova, væri að spila til úrslita í fyrsta sinn á stórmóti - leikur hennar einkenndist af yfirvegun og öryggi. Það sama er ekki hægt að segja um hinn margreynda andstæðing hennar, Serenu Williams, sem hefur sex sinnum sigrað á stórmóti og gat fagnað sigri á Wimbledon þriðja árið í röð. Lokatölur í tveimur settum voru 6-1 og 6-4 og hinn ungi sigurvegari, Sharapova, mátti vart mæla eftir leikinn og þau voru ófá tárin sem hrundu niður vanga hennar: "Þetta er ótrúlegt, ég er algjörlega orðlaus," sagði Sharapova og var í hálfgerðri geðshræringu: "Það hefur alltaf verið draumur minn að vinna sigur hér á Wimbledon en í sannleika sagt þá átti ég ekki von á að það gerðist á þessu ári." Í karlaflokki áttust við í úrslitaleiknum þeir Roger Federer, frá Sviss og Andy Roddick, frá Bandaríkjunum. Svo fór að Svisslendingurinn hafði betur í fjórum settum, 4-6, 7-5, 7-6 og 6-4. Þetta er annað árið í röð sem Federer sigrar á mótinu en í fyrra lagði hann Ástralann Mark Philippoussis að velli í úrslitaleik. Með sigrinum sýndi Federer með óyggjandi hætti að hann er besti tennisleikarinn í heiminum í dag. Þó er óhætt að segja að Roddick hafi látið Federer hafa vel fyrir sigrinum og undir það tók Federer: "Hann spilaði af miklum krafti og ég verð að viðurkenna að spilamennska hans kom mér nokkuð á óvart í byrjun. Ég náði þó að halda dampi og smám saman náði ég betri tökum á leiknum og það er alveg yndislegt að ná að verja titilinn," sagði Federer. Andy Roddick tók tapinu af karlmennsku: "Ég gaf allt sem ég átti í leikinn en það var einfaldlega ekki nóg. Roger er frábær meistari og vonandi eigum við eftir að mætast oft í úrslitaleikjum á komandi árum," sagði Roddick.
Íþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Leik lokið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira