Sport

Gullmótið í Róm

Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj varð aðeins í áttunda sæti í 1500 metra hlaupi á gullmótinu í frjálsum íþróttum í Róm í gærkvöldi. Rashid Ramzi frá Bahrain sigraði á 3 mínútum 30,25 sekúndum. Þetta var aðeins í fjórða sinn á átta árum sem El Guerrouj nær ekki að vinna 1500 metra hlaup, síðast á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Hann hafði sigrað 29 sinnum í röð. Daninn Wilson Kipketer náði bestum tíma ársins í 800 metra hlaupi, hljóp á einni mínútu 43,88 sekúndum. Jolanda Ceplak frá Slóveníu náði bestum tíma ársins í 800 metra hlaupi kvenna, hljóp á einni mínútu 57,68 sekúndum. Fimm íþróttamenn eiga ennþá möguleika á því að krækja í milljón dollara gullpottinn en það eru verðlaun fyrir þann íþróttamann sem sigrar í sinni grein á öllum sex gullmótum keppnistímabilsins. Þetta eru hástökkvarinn Hestre Cloete-Storbeck, sem stökk 2,04 metra í Róm í gær, hástökkvarinn Christian Olsson, kringlukastarinn Virgilijus Alekna og 400 metra grindahlaupararnir Tonique Williams og Felix Sanchez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×