Sport

Once Caldas meistari í S-Ameríku

Kólumbíska liðið Once Caldas varð í gærkvöldi Suður-Ameríku meistari félagsliða í knattspyrnu eftir sigur á Boca Juniors frá Argentínu í síðari úrslitaleik liðanna. Bæði lið skoruðu einu sinni í venjulegum leiktíma og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Leikmenn Boca brenndu af úr fjórum vítaspyrnum en Caldas-menn skoruðu úr tveimur og tryggðu sér titilinn, nokkuð sem fæstir bjuggust við. Aðeins einu sinni áður í 44 ára sögu þessarar keppni hefur lið frá Kólumbíu unnið, Atletico Nacional árið 1989.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×