Sport

Grikkir bíða eftir miðum

Sumir grísku stuðningsmannannna á Evrópumótinu í Portúgal hafa ekki enn útvegað sér miða á úrslitaleikinn gegn Portúgölum í kvöld og telja sig hlunnfarna. Þeir segja að þeim hafi verið lofað 12.000 miðum en aðeins fengið 1800 stykki. Sumir Grikkir hafa beðið í yfir sólarhring eftir miðum á leikinn í þeirri trú að þeir myndu berast þótt síðar yrði. Stemmningin hefur samt sem áður verið góð meðal áhangenda liðsins í dag og grískir baráttusöngvar hafa ómað um stræti Lissabon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×