Fleiri fréttir

Van Nistelrooy í 2ja leikja bann

UEFA hefur dæmt hollenska landsliðsmanninn og leikmann Manchester United, Ruud Van Nistelrooy, í tveggja leikja bann fyrir ósæmilega hegðun gagnvart sænska dómaranum Anders Frisk.

Chelsea kaupir Kezman

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er hvergi nærri hætt í leikmannakaupum - líklega rétt aðeins að byrja enda virðist pyngja Romans Abramóvitsj óendanlega djúp. Nú síðast í gær keypti Chelsea serbneska framherjann Mateja Kezman frá hollenska liðinu PSV Eindhoven.

Butt á leiðinni til Newcastle

Nicky Butt, leikmaður Manchester United, er á leiðinni til Newcastle og er kaupverðið talið vera í kringum fjórar milljónir punda. Þar með lýkur langri og farsælli dvöl Butts í Manchester en hann komst á atvinnumannasamning hjá United árið 1993, á átjánda afmælisdegi sínum.

Mileta að verða klár

Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni er Serbinn Momir Mileta genginn til liðs við Grindvíkinga og mun leika með þeim út sumarið. Félagaskipti eiga aðeins eftir að ganga í gegn og þá er málið frágengið.

Rommedahl ráðinn til Charlton

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton, sem Hermann okkar Hreiðarsson leikur með, hefur fest kaup á danska landsliðsmanninn Dennis Rommedahl. Charlton þarf að greiða hollenska liðinu PSV Eindhoven í Hollandi tvær milljónir punda fyrir Rommedahl, sem gerði fjögurra ára samning við enska liðið.

Markov hættur með Búlgara

Þjálfari búlgarska landsliðsins í knattspyrnu, Plamen Markov, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar lélegs árangurs á EM í Portúgal en þar tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni.

Allt eftir bókinni í bikarnum

Fjögur lið úr Landsbankadeild karla og tvö lið úr 1. deild karla tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu þegar sex af átta leikjum 16 liða úrslitanna fóru fram. Víkingar taka á móti KA í dag og Fram og Keflavík mætast á mánudaginn.

Jón Arnór stóð sig vel gegn Kína

Jón Arnór Stefánsson stóð sig vel með sumarliði Dallas sem tók á móti kínverska landsliðinu í fyrrakvöld en Kína vann leikinn 85-80. Jón Arnór byrjaði inni á í leiknum og stal senunni þótt mesta athyglin hafi verið á þeim Devin Harris og Pavel Podkolzine sem Dallas valdi í nýafstöðnu nýliðavali.

Jafntefli við norsku stúlkurnar

Á Norðurlandamóti í knattspyrnu stúlkna, 17 ár og yngri, sem haldið er í Danmörku, gerðu Ísland og Noregur jafntefli 2:2. Gréta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir skoruðu mörk Íslands. <font size="2"></font>

Ísland sigraði Svía

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann í morgun Svía 31:28 á opna Norðurlandamótinu í handknattleik sem haldið er í Svíðþjóð. Íslenska liðið mætir Egyptum síðar í dag.

Hitzfeld tekur ekki við Þjóðverjum

Þýski þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur hafnað tilboði þýska knattspyrnusambandsins um að taka við þýska landsliðinu í knattspyrnu

Svanasöngur Collina

Ítalski stórdómarinn Pierluigi Collina dæmir í kvöld síðasta leik sinn á stórmóti er Tékkar og Grikkir mætast í undanúrslitum á EM.

Sharapova í úrslit á Wimbledon

Rússneska tennisgyðjan Maria Sharapova komst áðan í úrslit á Wimbledon-mótinu í tennis þegar hún lagði bandarísku stúlkuna, Lindsay Davenport, í þrem settum

Fer Postiga frá Tottenham?

Portúgalski framherjinn Helder Postiga íhugar það alvarlega þessa dagana að yfirgefa herbúðir enska félagsins Tottenham Hotspur.

Viduka til Boro

Middlesbrough hefur fest kaup á ástralska framherjanum, Mark Viduka, frá Leeds fyrir 4 milljónir punda.

Davids hrifinn af Tottenham

Hollenski landsliðsmaðurinn Edgar Davids hefur ekki enn ákveðið hvar hann ætlar að spila næsta vetur en hefur þó játað að hann sé mjög hrifinn af tilboði sem hann hefur fengið frá Tottenham.

Eriksson tekjuhæsti þjálfarinn

Góð laun og góður árangur fara ekki alltaf saman. Þetta kom berlega í ljós á EM í Portúgal þegar borin voru saman laun landsliðsþjálfara liðanna.

Trezeguet hrækti á Santini

Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet sýndi greinilega hvað honum finnst um fyrrum þjálfara franska landsliðsins, Jacques Santini, þegar honum var skipt út af í tapleiknum gegn Grikkjum í átta liða úrslitum EM í Portúgal.

Hitzfeld hafnar draumastarfinu

Ottmar Hitzfeld, sem hætti störfum hjá Bayern München í vor, hefur ákveðið að hafna því að taka við stjórn þýska knattspyrnulandsliðsins af Rudi Völler.

Man. Utd. kaupir ungan varnarmann

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, er á leiðinni til Manchester United en aðeins á eftir að skrifa undir samning þess efnis sem liggur tilbúinn á borðinu.

Nistelrooy brjálaður út í Frisk

Svo gæti farið að UEFA taki til nánari skoðunar framkomu Ruuds Van Nistelrooy gagnvart Anders Frisk, dómaranum sem dæmdi undanúrslitaleik Portúgala og Hollendinga.

Jón Arnór í sviðsljósinu

Jón Arnór Stefánsson er nú búinn að vera NBA-leikmaður í að verða ár en hann á þó enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir Dallas. Stórt viðtal við pilt birtist á heimasíðu FIBA Europe nýlega og hér á eftir fer lausleg þýðing á því.

Búlgarar fá nýjan þjálfara

Þjálfari Búlgara á Evrópumótinu í Portúgal, Plamen Markov, sagðist í gær hafa neitað að framlengja þjálfarasamning sinn og leita því Búlgarar að nýjum þjálfara fyrir landsliðið sitt.

16 ára bið Hollendinga lengist enn

Hollendingar er enn einu sinni dottnir úr leik á stórmóti í knattspyrnu áður en kemur að úrslitaleik keppninnar. Þetta seinheppna lið, sem hefur innan sinna raða marga af bestu knattspyrnumönnum heims, hefur ekki unnið titil síðan Hollendingar urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi fyrir sextán árum síðan.

Lazio selur sína bestu menn

Ítalska knattspyrnufélagið Lazio er skuldum vafið og í gær seldi það tvo af stjörnuleikmönnum sínum til Valencia á Spáni.

Vefsíða KSÍ aldrei vinsælli

Í júnímánuði náði fjöldi heimsókna á vef KSÍ nýjum hæðum. Alls voru heimsóknirnar um 123.000, eða ríflega 4.000 heimsóknir á dag.

Grikkir fóru í úrslitaleikinn á EM

Grikkir eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í Portúgal eftir 1-0 sigur á Tékkum í framlengdum undanúrslitaleik liðanna. Grikkir skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum fyrri hluta framlengingarinnar. Lokaleikur keppninnar er því sá sami og opnunarleikurinn og Portúgal og Grikklands mætast því öðru sinni í keppninni á sunnudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir