Fleiri fréttir

Horfði á eftir ástvinum í líkpokum eftir eigið brúðkaup
Það sem átti að vera hamingjusamasti dagur í lífi Mirwais Elmi endaði með hryllingi þegar 63 manns, þar á meðal vinir og ættingjar, létu lífið af völdum sjálfsmorðssprengju í brúðkaupsveislu hans og eiginkonu hans í gær.

Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“
Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum í New York hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins.

Gíbraltar hafnar beiðni Bandaríkjanna um kyrrsetningu
Stjórnvöld í Gíbraltar hafa hafnað kröfu bandarískra stjórnvalda um að leggja aftur hald á Grace 1, íranskt olíuskip sem kyrrsett var í byrjun síðasta mánaðar vegna gruns um að skipið flytti olíu til Sýrlands, þvert gegn refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn ríkinu.

Tveir innilokaðir í helli í Póllandi
Yfir tuttugu björgunarsveitarmenn eru nú staddir í Tatra-fjöllum í Póllandi þar sem tveir menn eru sagðir vera fastir ofan í Wielka Sniezna hellinum.

Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur
Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust.

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árás á brúðkaup
Brúðguminn segist aldrei eiga eftir að upplifa hamingju aftur eftir að 63 létust í sjálfsmorðsárás á brúðkaupið hans í gærkvöldi.

Skaut þjón til bana vegna samloku
28 ára gamall franskur þjónn var skotinn til bana af óþolinmóðum viðskiptavin, síðastliðið föstudagskvöld. Atvikið varð á pizzu- og samlokustað í Noisy-le-Grand úthverfi frönsku höfuðborgarinnar, Parísar.

Öfgahægrimenn og andfasistar tókust á í Portland
Einhverjir særðust í skærum andstæðra fylkinga. Lögregla lagði hald á ýmis vopn og búnað frá mörgum mismunandi hópum.

Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram
Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag.

Telja matar-, eldsneytis- og lyfjaskort líklegan eftir Brexit án samnings
Í trúnaðarskýrslu breska stjórnarráðsins eru þetta taldar líklegustu afleiðingar útgöngu úr ESB án samnings, ekki þær verstu mögulegu.

Á sjöunda tug féll í sprengingunni í brúðkaupi í Afganistan
Sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sjálfan sig upp í miðri brúðkaupsathöfn.

27 unglingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Hundruð ókunnugra syrgðu með ekklinum í útför fórnarlambs í skotárásinni í El Paso
Hundruð ókunnugra létu sjá sig til þess að sýna Antonio Basco samhug og stuðning er eiginkona hans var borinn til grafar í El Paso í Bandaríkjunum í gær. Hún var skotin til bana í skotárásinni í borginni sem varð 22 að bana fyrr í mánuðinum.

Enn kviknar skógareldur á Kanarí
Álag hefur aukist á slökkviliðsmenn á Kanarí-eyjum eftir að þriðji skógareldurinn á rúmri viku á kviknaði á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria.

Óttast að margir hafi látist í sprengjuárás á brúðkaup
Yfirvöld í Afganistan óttast að fjölmargir hafi látist eða særst í sprengjuárás sem gerð var á brúðkaup í Kabúl, höfuðborg Afganistan í kvöld.

Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan
Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda.

Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“
Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur.

And-fasískum mótmælum mótmælt í Portland
Mikill viðbúnaður er í Portland borg í Oregon ríki í Bandaríkjunum í dag vegna tveggja skipulagðra mótmæla sem fara fram í dag.

Ásökunum um kynferðisofbeldi á bandarískum fósturheimilum fer fjölgandi
Ásökunum um kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gegn börnum sem tekin hafa verið frá foreldrum sínum við komu til Bandaríkjanna fer fjölgandi. Lögmaður sem hefur farið fyrir nokkrum fjölskyldum sem höfða nú mál á hendur bandaríska ríkinu segir málsóknir vegna slíkra mála koma til með að verða fleiri en þær eru nú.

Átta fórust í eldsvoða í Úkraínu
Eldurinn brann á um þúsund fermetrum á hóteli nærri aðallestarstöð Odessu í sunnanverðri Úkraínu.

Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong.

Þaulsætni kanslarinn
Angela Merkel sækir Ísland heim sem gestur fundar norrænna forsætisráðherra. Hefur setið lengur en nær allir Þýskalandskanslarar og getið sér gott orð.

Níddist á brotnum stúlkum
Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér.

Bæði fáránlegt og heimskulegt
Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna.

Slétt sama um lykilorðin
Fjórðungur notenda Password Checkup frá Google skipti ekki um lykilorð eftir að hafa verið tilkynnt um að því hefði verið stolið. Líklegri til að endurnýta stolin lykilorð á nýja aðganga en að velja nýtt.

Leikarinn Peter Fonda er látinn
Fonda er þekktastur fyrir kvikmyndina Easy Rider sem frumsýnd var árið 1969.

Foreldrar Noru krefjast svara
Nora verður lögð til hinstu hvílu nálægt heimahögum sínum og fjölskyldu, sem búsett er að mestu í Frakklandi og á Írlandi.

Staðfest að Epstein framdi sjálfsvíg
Réttarlæknir staðfesti í dag að Jeffrey Epstein hafi látist sökum sjálfsvígs.

Afþakkar boð Ísraelsríkis vegna hugsjóna
Bandaríska þingkonan Rashida Tlaib hefur afþakkað boð Ísraelsríkis um að leyfa henni að ferðast til Vesturbakkans, þar sem amma hennar býr.

Morð á lögreglumanni vekur óhug í Bretlandi
Þrettán ára piltur er á meðal tíu karlmanna sem handteknir hafa verið vegna málsins.

Trump boðar efnahagshrun verði hann ekki endurkjörinn
Bandaríkjaforseti gerði lítið úr tali um mögulegan samdrátt eða kreppu en sagði að Bandaríkjamenn yrðu að kjósa sig til að tryggja áframhaldandi uppgang í gær.

Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af
Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af.

Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland
Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland.

Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna
Rashida Tlaib, bandarísk þingkona demókrata, fær að heimsækja Ísrael svo hún geti hitt ættingja sína í Palestínu. Ísraelar ætla enn að banna annarri bandarískri þingkonu að koma til landsins.

Vill afnema farrýmaskiptingu í þýskum lestum
Ummæli þýska þingmannsins, Bernd Riexinger sem er einn formanna vinstri flokksins Die Linke, um farrýmaskiptingu í lestum hefur vakið hörð viðbrögð.

Einn látinn í óveðri í Japan
Einn er látinn eftir að stormurinn Krosa náði landi í Japan í gær. Þá hafa 49 til viðbótar slasast vegna áhrifa óveðursins.

Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta
Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó.

Hafna friðarviðræðum vegna heræfinga
Norður-Kórea hefur hafnað frekari friðarviðræðum við granna sína í suðri.

Heræfing nærri Hong Kong
Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong.

Sameining eða þjóðarmorð
Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans báru hvor út sinn boðskapinn um hina eldfimu stöðu sem er uppi í indverska hluta Kasmírhéraðs. Svæðið hefur verið svipt sjálfstjórn og íbúar búa við útgöngubann, net- og símaleysi.

„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni
Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum

Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal.

Tvífari Ross í Friends kominn í steininn
Hinn 36 ára gamli Írani, Abdulah Husseini, var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir þjófnað og fyrir að hafa villt á sér heimildir. Hann vann sér það helst til frægðar að vera afskaplega líkur leikaranum David Schwimmer

Banamein Noru innvortis blæðingar af völdum svengdar eða streitu
Lögregla í Malasíu segir ekkert saknæmt hafa átt sér stað í tengslum við andlát Noru Quoirin.

Júlí hlýjasti mánuður í sögu beinna mælinga á jörðinni
Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) staðfestir að júlí í ár sló við metárinu 2016. Nú var aftur á móti enginn El niño-viðburður sem keyrði upp hitann.